Væri hreinlegra að loka heilbrigðisstofnunum

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/RAX

Hall­dóri Hall­dórs­syni, for­manni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, líst ekki vel á fjár­laga­frum­varpið sem lagt var fram á Alþingi fyr­ir helgi. „All­ir gera sér grein fyr­ir því að skera þarf niður en for­send­ur varðandi heil­brigðis­kerfið ganga ekki upp, svo dæmi sé tekið,“ seg­ir Hall­dór.

„Mér sýn­ist þetta koma af­skap­lega mis­mun­andi við sveit­ar­fé­lög og verða ansi snúið,“ seg­ir Hall­dór við Frétta­vef Morg­un­blaðsins um fjár­laga­frum­varpið.

„Ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af mörg­um sveit­ar­fé­lög­um, ekki síst á lands­byggðinni. Mjög er vegið að ýms­um stofn­un­um, t.d. sýslu­mönn­um, lög­regl­unni og skatt­stof­um; þetta eru lyk­il­stofn­an­ir í sam­fé­lag­inu og víða svo smá­ar að með mikl­um niður­skurði verður varla hægt að reka þær áfram og stofn­an­irn­ar leggj­ast því af á end­an­um.“

Þá nefn­ir hann heil­brigðis­kerfið og líst síður en svo vel á, svo vægt sé til orða tekið.

Með 40% niður­skurði í rekstri heil­brigðis­stofn­un­ar, sem dæmi er um, seg­ir Hall­dór að í raun sé verið að leggja hana niður. Vita­skuld sé ekki hægt að reka hana með sama sniði og áður og því verði raun­veru­lega um allt aðra stofn­un að ræða. „Mér finnst vanta skýra ákv­arðana­töku um að leggja stofn­an­ir niður - það væri hrein­legra en skera svona mikið niður, því með niður­skurðinum er í raun verið að leggja hana niður.“

Hall­dór nefn­ir á að hefði hann, sem bæj­ar­stjóri í Ísa­fjarðarbæ, greint skóla­stjóra grunn­skól­ans frá því, að hann yrði að skera niður um 40%, myndi skóla­stjór­inn auðvitað benda á hann yrði að segja upp 40% bæði starfs­fólks og nem­enda. Við niður­skurð á síðasta ári - til dæm­is í heil­brigðis­kerf­inu - hafi fita verið skor­in af þar sem það var hægt, en hætta sé á að ekki sé mik­il fita eft­ir nú. Því verði skorið inn að beini.

„Við vit­um að árið 2011 verður mjög erfitt, sér­stak­lega hjá hinu op­in­bera, en ég leyfi mér að von­ast til þess að eft­ir það liggi leiðin upp á við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka