„Íslendingar eru ekki þorparar“

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is

 „Íslendingar eru ekki þorparar í fiskistríði.“ Þannig hljómar fyrirsögn greinar sem Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifar í blaðið Scotsman í dag. Greinin er svar við grein sem Stuan Stevenson, þingmaður á Evrópuþinginu, birti í blaðinu í síðasta mánuði þar sem hann gagnrýnir makrílveiðar Íslendinga harðlega.


Friðrik segir fráleitt að tala um Íslendinga sem einskonar þorparar í einhverju makrílstríði. Íslendingar hafi veitt 112 þúsund tonn af makríl árið 2008 og 116 þúsund tonn í fyrra. Í ár hafi verið gefinn út 130 þúsund tonna kvóti. Það sé því erfitt að sjá hvernig Stevenson geti haldið því fram að Ísland sé að stórauka veiðar sínar á makríl.


Stevenson sagði í grein sinni að þvinga verði Íslendinga og Færeyinga til að koma að samningaborðinu. Friðrik bendir á að Íslendingar hafi ekki fengið að koma að viðræðum um veiðar á makríl á þessu ári. Þess vegna hafi Ísland sett séreinhliða heildarkvóta á makríl.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert