Orkuveita Reykjavíkur hækkaði verð á raforku um 11% um síðustu mánaðamót. Einnig hækkaði Orkubú Vestfjarða raforkuverð um 5,3%. Þetta er í annað sinn á árinu sem þessir orkusalar hækka verð.
Á vef Orkuvaktarinnar er að finna samanburður á raforkuverði í samásölu.
Orkusali 1. janúar [kr/kWst] 1. október [kr/kWst] Hækkun á árinu Fallorka 4,17 4,51 8,2% HS Orka 4,08 4,39 7,6% Orkubú Vestfjarða 4,01 4,35 8,5% Orkusalan 4,11 4,45 8,3% Orkuveita Reykjavíkur 3,94 4,61 17,0%Orkubú Vestfjarða býður samkvæmt þessu hagstæðasta verð á almennum orkutaxta en hún hentar heimilum og litlum fyrirtækjum. Þess ber að geta að orkusalar bjóða flestir afsláttarkjör til fyrirtækja gegn samningum til nokkurra ára.
Heildarkostnaður vegna raforkukaupa fyrirtækja skiptist í dreifingu, flutning, orku og orkuskatt. Hlutur orku er nálægt helmingi af heildarkostnaði svo áhrif hækkana á heildarkostnað raforku er gróflega um helmingur. Þannig hækkar heildarkostnaður á dreifiveitusvæði OR um 5,7%.
Stofnanir og heimili fá ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti svo hann bætist við heildarkostnað þeirra. Hlutfallsleg hækkun verður þó sú sama, þ.e. 5,7%.