Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins er núna í Reykjavíkurhöfn. Skipið heitir Grand Princess og er 109.000 tonn og 290 metra langt. Þetta er næststærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið lætur úr höfn kl. 16.
Samtals voru skipakomur skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn 76 þetta sumarið, en farþegar á skemmtiferðaskipum eru mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu hér á landi. Skipin skipta líka máli fyrir rekstur hafnarinnar.
Skipið getur tekið um 3000 farþega í einu og um 1.100 manns eru í áhöfn Grand Princess. Smíði skipsins lauk 1998 en bygging þess kostaði 450 milljónir dollara.