Aukafundur um niðurskurð

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur.

Boðað hefur verið til aukafundar í sveitarstjórn Skagafjarðar á miðvikudag þar sem fjallað verður um  framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár verða framlög til stofnunarinnar skorin niður um 30%.

Sveitarstjórnarfulltrúar sátu í dag starfsmannafund á Heilbrigðisstofununinni þar sem farið var yfir fjárlagatillögurnar. Að sögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gætu þessar tillögur að óbreyttu þýtt að segja þyrfti upp á bilinu 30-40 starfsmönnum, sérstaklega ef gert sé ráð fyrir niðurskurði á sjúkradeild.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér ályktun þar sem niðurskurðaráformunum er mótmælt harðlega.  

„30% niðurskurður á Heilbrigðistofnuninni á Sauðárkróki og 13% niðurskurður á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi er ekkert annað en aðför að þessum stofnunum og afhjúpar virðingarleysi heilbrigðisyfirvalda til íbúa á þessum svæðum. Nú þegar hefur þjónusta þessara stofnana verið skert og er með því alvarlega vegið að velferðarþjónustu í þessum byggðalögum. Minnt er á að þessar stofnanir tóku á sig meiri hlutfallslega skerðingu á árinu 2010 en flestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu," segir m.a. í ályktuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert