Drunur og reykjarmökkur

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á …
Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á vellinum miðjum. mbl.is/Júlíus

Gríðarleg­ur hávaði er á Aust­ur­velli og má vart heyra manns­ins mál við Alþing­is­húsið. Mik­ill fjöldi fólks ber tromm­ur en aðrir sprengja flug­elda til að fram­kalla hávaða. Við nyrðri enda Aust­ur­vall­ar heyr­ast drun­ur úr há­töl­ur­um skemmti­staðar­ins Hvíta Perl­an en þeim er beint út að þing­hús­inu.

Rétt í þessu var kveikt í flug­eld­um og mátti sjá ljósa­dýrð lýsa upp fram­hlið þing­húss­ins þar sem lög­reglu­menn standa vörð. Þá hef­ur eld­ur verið kveikt­ur á miðjum Aust­ur­velli.

Börn hafa komið sér fyr­ir í birki­trjám á miðjum Aust­ur­velli en á svöl­um Hót­els Borg­ar stend­ur hóp­ur fólks og fylg­ist með því sem fram fer fyr­ir neðan.

Stöðugt fjölg­ar í hópi mót­mæl­enda og eru nú tals­vert fleiri sam­an­komn­ir en á föstu­dag en hávaðinn á Aust­ur­velli slær lík­lega öll met frá því búsáhalda­bylt­ing­unni var hleypt af stað í kjöl­far banka­hruns­ins.

Fyr­ir and­ar­taki síðan var stór flug­eld­ur sprengd­ur fyr­ir ofan mann­hafið og brá mörg­um í brún er hávaðinn frá hon­um yf­ir­tók drun­urn­ar í augna­blik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert