Eldglæringar á Austurvelli

Búið er að kveikja myndarlegan bálköst á Austurvelli þar sem …
Búið er að kveikja myndarlegan bálköst á Austurvelli þar sem þúsundir fólks eru samankomin. mbl.is/Júlíus

Mikill hiti myndaðist við eld sem kveiktur var á Austurvelli fyrir stundu. Mótmælendur kveiktu í vörubrettum og báru fleiri að bálkestinum eftir því sem á leið. Þegar fyrstu brettin voru brunnin upp hrifu vindhviður ösku og logandi bréfsnifsi með sér en svo virðist sem að enginn hafi brennt sig.

Mótmælendur sem mbl.is tók tali fyrir stundu sögðu aðra mótmælendur hafa borið að vörubretti að bálinu sem jafnast á við stóran varðeld.

Sem fyrr segir er gífurlegur hávaði við Austurvöll og skera lúðrablæstir, þar með talið frá þokulúðrum, í eyru. Þá glymur um völlinn hávaði frá búsáhaldaglamri en slík áhöld hafa verið dregin fram á ný.

Stöðugt virðist fjölga í röðum mótmælenda og er nú Pósthússtræti að fyllast af fólki.

Til öryggis hefur Hótel Borg sett dyravörð í anddyrið en fjöldi fólks er hér fyrir utan bygginguna.

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á …
Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á vellinum miðjum. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert