Engin fleiri úrræði

mbl.is

Rík­is­stjórn­in mun ekki bjóða upp á fleiri úrræði til handa skuldug­um heim­il­um, að því er kem­ur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu vís­ar sjóður­inn til þess að ekki verði flatur niður­skurður á höfuðstól skulda.

Í skýrsl­unni seg­ir að eft­ir stofn­un embætt­is umboðsmanns skuld­ara, sé skulda­vanda­áætl­un rík­is­sjórn­ar­inn­ar end­an­lega kom­in á kopp­ana og að nú verði „auk­inn­ar þát­töku heim­ila" kraf­ist, eins og það er orðað í skýrsl­unni. Frest­un nauðung­ar­upp­boða fell­ur að sama skapi úr gildi í þess­um mánuði, og verður ekki fram­lengd.

Í orðsend­ingu frá starfs­mönn­um sjóðsins er því fagnað að frest­un nauðung­ar­upp­boða verði nú felld úr gildi. Hins veg­ar koma einnig fram áhyggj­ur vegna þess að stjórn­völd hafa ekki haft hem­il á vænt­ing­um al­menn­ings um frek­ari skulda­úr­ræði.

Stjórn­völd eigi þannig að senda út sterk skila­boð þess efn­is að ekki verði frek­ar komið til móts við skuld­ara með laga­setn­ing­um eða öðru.

Von er á laga­frum­varpi frá efna­hags- og viðskiptaráðherra í þess­ari viku um að öll geng­is­tryggð lán verði gerð ólög­leg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka