Harðar tekið á nauðgun fullorðinna en barna

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur falið refsiréttarnefnd að útbúa frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum svo að hægt sé að fullgilda samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í dag liggur þyngri refsing við nauðgun heldur en kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.

Skoða einnig breytingar vegna barnakláms

Refsiréttarnefnd er samhliða falið að skoða mögulegar lagabreytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um bann við vörslu og dreifingu á barnaklámi, hvort og þá hvernig unnt væri að heimfæra undir refsiákvæðið tilvik þar sem fullorðinn einstaklingur er barngerður í kynferðislegum tilgangi en slík lagaákvæði er m.a. að finna í norsku hegningarlögunum.

Ráðuneytið hefur einnig óskað eftr umsögn refsiréttarnefndar um það hvort ástæða sé til að endurskoða refsiramma 227. gr. a almennra hegningarlaga um mansal.

„Athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á því að hugsanlega þurfi að yfirfara ákvæðið, m.a. vegna þess að mismunur er á refsingu fyrir mansal annars vegar og nauðgun eða frelsissviptingu hins vegar, en slík brot eru oft liður í mansalsbroti. Þá virðist refsirammi ákvæðisins geta gert rannsókn lögreglu í slíkum málum erfiðari en ella en sum rannsóknarúrræði laga um meðferð sakamála miða við að refsing fyrir tiltekið brot sé að minnsta kosti 10 ára fangelsisvist," segir á vef ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert