Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem flytur stefnuræðu sína í kvöld, á afmæli í dag. Hún er 68 ára gömul.
Jóhanna var kjörin á þing árið 1978 og hefur átt þar sæti síðan. Hún er sá þingmaður Alþingis sem setið hefur lengst á þingi. Næstur á eftir henni kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sem var kosinn á þing árið 1983.