Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa lækkað árið 2009 um 5,4% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 5,3% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 15,5%, að sögn Hagstofunnar.
Heildartekjur heimilanna eru taldar hafa dregist saman um 3,2% frá árinu 2008 til 2009 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld aukist um 0,4%.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst samfellt á árunum 2002 til 2007, síðasta árið um 7,6%. Árið 2008 dróst kaupmáttur hins vegar saman um 0,4% og um 15,5% í fyrra.