Leitað hefur verið til Sigríðar J. Friðjónsdóttur aðstoðarríkissaksóknara um að hún taki að sér að verða sérstakur saksóknari í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde.
Sigríður staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið, en sagðist telja að komið hefði verið að máli við fleiri en sig. Hún sagðist ekki enn vera búin að gera upp hug sinn um hvort hún myndi taka verkið að sér.
Gert er ráð fyrir því að Alþingi kjósi saksóknara í vikunni og hefur þriðjudagur eða miðvikudagur verið nefndur í því sambandi.