„Ég held að það sé mjög mikilvægt að menn lofi ekki upp í ermina á sér. En jafnframt er ásetningur okkar mjög ákveðinn sá að gera allt sem í okkar valdi stedur til þess að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki,“ sagði Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, við Alþingishúsið fyrir stundu.
„Það þarf enginn að velkjast í vafa um það. En ég vil ekki lofa upp í ermina á mér annað en það að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur.“
Ögmundur hvetur til friðsamra mótmæla.
„Ég tel mikilvægt að allir haldi rósemi sinni og að þeir sem vilji koma á framfæri mótmælum við stjórnvöld geri það á friðsamlegan hátt.“