Markvisst reynt að drepa

Ólafur Ragnar Grímsson hvatti til varúðar gegn fíkniefnum.
Ólafur Ragnar Grímsson hvatti til varúðar gegn fíkniefnum. Kristinn Ingvarsson

For­seti Íslands seg­ir að því miður sé svo komið að ein starfs­stétt, eit­ur­lyfja­sal­ar, vinni að því mark­visst hér á landi  að drepa ung­menni. Þetta sagði hann í ræðu í Flens­borg í Hafnar­f­irði við upp­haf verk­efn­is­ins Heilsu­efl­andi fram­halds­skóli.

Sagt er frá hátíðar­höld­un­um og ræðu for­set­ans á gafl­ari.is, frétta­vef fjöl­miðladeild­ar Flens­borg­ar.

Flens­borg er fyrsti frama­halds­skól­inn hér á landi sem tek­ur upp þessa stefnu en 21 ann­ar skóli fet­ar í fót­spor Flens­borg­ar að ári liðnu.

Áfang­an­um var fagnað í Flens­borg síðastliðinn föstu­dag, á Flens­borg­ar­dag­inn. Auk Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, tóku  Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra og Guðbjart­ur Hann­es­son  heil­brigðisráðherra þátt í hátíðar­höld­un­um.

For­set­inn sagði í ávarpi sínu að nýta yrði hvert tæki­færi til að efla for­varn­ir og hvetja ung­linga til að velja heil­brigt líferni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert