Markvisst reynt að drepa

Ólafur Ragnar Grímsson hvatti til varúðar gegn fíkniefnum.
Ólafur Ragnar Grímsson hvatti til varúðar gegn fíkniefnum. Kristinn Ingvarsson

Forseti Íslands segir að því miður sé svo komið að ein starfsstétt, eiturlyfjasalar, vinni að því markvisst hér á landi  að drepa ungmenni. Þetta sagði hann í ræðu í Flensborg í Hafnarfirði við upphaf verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli.

Sagt er frá hátíðarhöldunum og ræðu forsetans á gaflari.is, fréttavef fjölmiðladeildar Flensborgar.

Flensborg er fyrsti framahaldsskólinn hér á landi sem tekur upp þessa stefnu en 21 annar skóli fetar í fótspor Flensborgar að ári liðnu.

Áfanganum var fagnað í Flensborg síðastliðinn föstudag, á Flensborgardaginn. Auk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, tóku  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Guðbjartur Hannesson  heilbrigðisráðherra þátt í hátíðarhöldunum.

Forsetinn sagði í ávarpi sínu að nýta yrði hvert tækifæri til að efla forvarnir og hvetja unglinga til að velja heilbrigt líferni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert