Hópur fólks á Ísafirði ætlar að sýna mótmælendum í Reykjavík samstöðu í dag með því að koma saman á Silfurtorgi kl. 19:30. Samkvæmt heimildum bb.is er ætlunin að mæta með pönnur, potta og sleifar og láta í sér heyra skamma stund.
Um 1400 manns hafa boðað komu sína á
Austurvöll í Reykjavík í kvöld þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
flytur stefnuræðu sína á Alþingi. Ekki er vitað hve margir hafi í hyggju að mæta
á Silfurtorg í kvöld.