Öll egg kláruðust í 10-11

Þinghúsið var illa leikið eftir mótmælin á föstudaginn.
Þinghúsið var illa leikið eftir mótmælin á föstudaginn. mbl.is/Ómar

Öll egg kláruðust í versl­un­inni 10-11 í Aust­ur­stræti á föstu­dag­inn þegar mót­mælt var við þing­setn­ing­una. „Það er nóg til núna,“ sagði Andrea Vals­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri í 10-11, í sam­tali við mbl.is. Boðuð hafa verið mót­mæli við þing­húsið í kvöld.

Andrea sagði að marg­ir sem tóku þátt í mót­mæl­un­um hefðu komið við í versl­un­inni á föstu­dag­inn til að kaupa egg. Þau hefðu því klár­ast fljótt. Núna er versl­un­in búin að byrgja sig upp af eggj­um og hún von­ast því til að geta mætt ósk­um allra viðskipta­vina sem vilja kaupa egg eða önn­ur mat­væli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert