Öll egg kláruðust í 10-11

Þinghúsið var illa leikið eftir mótmælin á föstudaginn.
Þinghúsið var illa leikið eftir mótmælin á föstudaginn. mbl.is/Ómar

Öll egg kláruðust í versluninni 10-11 í Austurstræti á föstudaginn þegar mótmælt var við þingsetninguna. „Það er nóg til núna,“ sagði Andrea Valsdóttir, verslunarstjóri í 10-11, í samtali við mbl.is. Boðuð hafa verið mótmæli við þinghúsið í kvöld.

Andrea sagði að margir sem tóku þátt í mótmælunum hefðu komið við í versluninni á föstudaginn til að kaupa egg. Þau hefðu því klárast fljótt. Núna er verslunin búin að byrgja sig upp af eggjum og hún vonast því til að geta mætt óskum allra viðskiptavina sem vilja kaupa egg eða önnur matvæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka