Ríkisstjórnin var vöruð við

Skuggahverfið úr lofti.
Skuggahverfið úr lofti. Rax / Ragnar Axelsson

Rík­is­stjórn­in var vöruð við af­leiðing­um þess að láta þúsund­ir heim­ila fara und­ir ham­ar­inn en kaus að láta markaðinn ráða för. Þetta full­yrðir Alex Jurs­hevski, fjár­mála­sér­fræðing­ur hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Reco­very Partners, en hann seg­ir Banda­ríkja­stjórn þrýsta á banka um að lækka hús­næðislán.

Jurs­hevski fundaði með ís­lensk­um þing­nefnd­um í mars og færði þá rök fyr­ir því að það gæti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf ef svo stór hluti heim­ila yrði sett­ur í gjaldþrot með til­heyr­andi hruni í fast­eigna­verði.

Rík­is­stjórn­in stæði frammi fyr­ir tveim­ur vond­um kost­um. Ann­ar væri að halda áfram á sömu braut, sem væri verra, ell­egar að grípa inn í og láta bank­ana taka á sig tap við niður­færslu hús­næðislána.

Síðari kost­ur­inn væri sem seg­ir ekki góður en myndi þó verða til að styrkja heim­il­in og þar með stuðla að því að neysla í hag­kerf­inu héld­ist í horf­inu.

For­send­urn­ar brostn­ar

Með því að stefna svo stór­um hluta heim­ila í þrot væri verið að stuðla að aukn­um sam­drætti í neyslu með til­heyr­andi aukn­ingu í at­vinnu­leysi eft­ir því sem versl­un inn­an­lands minnk­ar.

„Íslenska fjár­mála­kerfið geng­ur aðeins upp ef verðlagn­ing á hús­næði er eðli­leg og þegar auk­inn kaup­mátt­ur er knú­inn áfram af hag­vexti og litlu at­vinnu­leysi. Nú horf­ir Ísland fram á niður­færslu á hús­næðis­verði á tím­um mik­ils of­fram­boðs, stöðnun í launaþróun, aukið at­vinnu­leysi, nei­kvæðan hag­vöxt og verðhjöðnun - staða sem er slæm fyr­ir þá sem tóku hús­næðislán. Ástandið er af­leiðing þess að ís­lenska fjár­mála­kerfið heim­il­ar ekki af­skrift­ir á lán­um,“ seg­ir Jurs­hevski. 

Án for­dæm­is

Jurs­hevski seg­ir aðspurður að staðan á fast­eigna­markaðnum á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um, svo dæmi séu tek­in, sé án for­dæm­is frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. 

Það hafi aldrei gerst fyrr að svo mörg heim­ili stæðu frammi fyr­ir því að missa heim­ili sín vegna fast­eigna­bólu sem hefði sprungið. Því þurfi að grípa til óhefðbund­inna aðgerða til að tak­ast á við for­dæm­is­laus­an vanda.

Máli sínu til stuðnings seg­ir Jurs­hevski að Banda­ríkja­stjórn þrýsti nú á fjár­mála­stofn­an­ir að lækka fast­eignalán. Verð á fast­eign­um hafi enda hrunið og nefn­ir Jurs­hevski til dæm­is að það sé nú allt að 50% lægra á Flórída en fyr­ir hrun. Þeir sem hafi tekið fast­eignalán setji því uppi með lán sem séu langt yfir markaðsvirði fast­eign­anna sem þeir keyptu er fast­eigna­ból­an reis sem hæst.

Íslend­ing­ar skulda meira

Hann seg­ir Íslend­inga skulda meira í hús­næðislán en flest­ar þjóðir.

„Sam­an­lögð hús­næðislán Íslend­inga námu 217% af þjóðarfram­leiðslu árið 2008, hlut­fall sem er tvö­falt til þre­falt meira en í flest­um ríkj­um,“ seg­ir Jurs­hevski sem leiðir lík­ur að því að hlut­fallið sé nú jafn­vel komið í 250%. 

Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á …
Jurs­hevski er hér með Col­in Powell, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, á góðri stund. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka