„Tími kreppustjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn,“ sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í kvöld.
„Það hefur komið á daginn svo ekki verður um villst að leiðtogahæfileikar felast ekki í því að hafa setið áratugum saman á Alþingi. Kannski hafa einhverjir vonast til þess vorið 2009 – vonbrigði þeirra hljóta að vera mikil,“ sagði Ólöf.
Ólöf sagði að þetta þjóðfélag þyrfti á forystu að halda. „Fólk þarf að eiga von um að hér sé hægt að byggja upp mannsæmandi líf. Við lifum á óvissutímum. Við búum við ótta, vonleysi og vonbrigði í þjóðfélaginu. Nú er ekki tími fyrir innantómt þvaður – tíma aðgerða er löngu runninn upp,“ sagði Ólöf í lok ræðu sinnar.