Sagði að tími Jóhönnu væri liðinn

Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ómar Óskarsson

„Tími krepp­u­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur er liðinn,“ sagði Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í kvöld.

„Það hef­ur komið á dag­inn svo ekki verður um villst að leiðtoga­hæfi­leik­ar fel­ast ekki í því að hafa setið ára­tug­um sam­an á Alþingi.  Kannski hafa ein­hverj­ir von­ast til þess vorið 2009 – von­brigði þeirra hljóta að vera mik­il,“ sagði Ólöf.

Ólöf sagði að þetta þjóðfé­lag þyrfti á for­ystu að halda. „Fólk þarf að eiga von um að hér sé hægt að byggja upp mann­sæm­andi líf. Við lif­um á óvissu­tím­um. Við búum við ótta, von­leysi og von­brigði í þjóðfé­lag­inu. Nú er ekki tími fyr­ir inn­an­tómt þvaður – tíma aðgerða er löngu runn­inn upp,“ sagði Ólöf í lok ræðu sinn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert