Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins verður stofnuð formlega á morgun. Sameiginlegri þingmannanefnd, sem skipuð er þingmönnum Evrópuþingsins og þjóðþings umsóknarríkis, er ætíð komið á fót í aðildarviðræðuferli.
Hlutverk sameiginlegu þingmannanefndarinnar verður að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu. Hin sameiginlega þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins samanstendur af 18 þingmönnum, níu frá Alþingi og níu frá Evrópuþinginu.
Í nefndinni sitja Árni Þór Sigurðsson, sem er formaður, Bjarni Benediktsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Álfheiður Ingadóttir og Margrét Tryggvadóttir.
Evrópuþingmenn í nefndinni eru Pat the Cope Gallagher, formaður, Írlandi, Petru Luhan, Rúmenínu, Indrek Tarand, Eistlandi, Søren Bo Søndergaard, Danmörku, Francesco Enrico Speroni, Ítalíu og Cristian Dan Preda, Rúmeníu.