Skatttekjur aukast meira

Skattar aukast 2011.
Skattar aukast 2011. mbl.is/Golli

Skatttekjur ríkissjóðs eiga að aukast um 31 milljarð króna á næsta ári miðað við fjárlög fyrir þetta ár, en niðurskurður útgjalda að vaxtagjöldum undanskildum mun nema tæpum 28 milljörðum króna.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að leiðin að leiðréttingu hallareksturs ríkissjóðs eigi meir að koma fram á útgjaldahliðinni en tekjuhliðinni. Rétt er, eins og fram hefur komið, að heildartekjur ríkissjóðs eiga aðeins að aukast um 15,5 milljarða, en það er vegna þess að gert er ráð fyrir því að aðrar rekstrartekjur muni dragast saman um 15,5 milljarða króna frá fjárlögum fyrir árið 2010. Skatttekjur aukast mun meira.

Að sama skapi er gert ráð fyrir því að heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2011 dragist saman um 46,9 milljarða frá fjárlögum ársins í ár, en af þeim samdrætti eru 19,3 milljarðar til komnir vegna lægri vaxtagjalda ríkisins á árinu. Ætlaðar skatttekjur munu því aukast meira en sem nemur því sem almennt er skilið sem niðurskurður ríkisútgjalda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert