Fjármálaeftirlitið telur það samrýmist eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum. að skuldari njóti góðs af þeim hagnaði sem myndast þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar á um samkvæmt uppgjöri.
Þetta kemur fram í dreifibréfi, sem Fjármálaeftirlitið sendi út í ágúst og september þar sem fjallað var um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti við framkvæmd uppgjörs í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum.
Stofnunin óskaði eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um framkvæmd uppgjörs við riftun á kaupleigusamningum og þá sérstaklega hvort uppgjör væri endurskoðað ef bílar seldust á hærra verði en matsverð þeirra hljóðaði upp á samkvæmt uppgjöri. AF svörum fjármálafyrirtækjanna að dæma var mismunandi milli fyrirtækjanna hvort uppgjör væri endurskoðað við þessar aðstæður.