Stjórnmálakreppa í landinu

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir ljóst af mótmælunum, sem voru í kvöld og á föstudag á Austurvelli, að það sé stjórnmálakreppa í landinu.

„Hér er fólk sem er mjög reitt, vill láta í ljósi óánægju sína. Ég held að það sé verið að mótmæla mörgum hlutum. Sumum finnst ríkisstjórnin hafa gert lítið fyrir sig, aðrir eru jafnvel að mótmæla hvernig Alþingi fór með landsdóm en það er greinilega mikil undirliggjandi reiði; þetta eru svona „helvítis fokking fokk mótmæli," sagði Einar Mar.

Hann sagði að einhver krafa væri um kosningar en almennt ríkti vantraust í garð stjórnmálamanna. Ljóst væri, að ríkisstjórnin þyrfti fyrst og fremst að bregðast við skuldavanda heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert