Stjórnmálakreppa í landinu

00:00
00:00

Ein­ar Mar Þórðar­son, stjórn­mála­fræðing­ur, seg­ir ljóst af mót­mæl­un­um, sem voru í kvöld og á föstu­dag á Aust­ur­velli, að það sé stjórn­málakreppa í land­inu.

„Hér er fólk sem er mjög reitt, vill láta í ljósi óánægju sína. Ég held að það sé verið að mót­mæla mörg­um hlut­um. Sum­um finnst rík­is­stjórn­in hafa gert lítið fyr­ir sig, aðrir eru jafn­vel að mót­mæla hvernig Alþingi fór með lands­dóm en það er greini­lega mik­il und­ir­liggj­andi reiði; þetta eru svona „hel­vít­is fokk­ing fokk mót­mæli," sagði Ein­ar Mar.

Hann sagði að ein­hver krafa væri um kosn­ing­ar en al­mennt ríkti van­traust í garð stjórn­mála­manna. Ljóst væri, að rík­is­stjórn­in þyrfti fyrst og fremst að bregðast við skulda­vanda heim­il­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka