„Stúta réttaríkinu“

Þór Saari í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Þór Saari í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Sa­ari, þing­flokks­formaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir að með at­kvæðagreiðslu um máls­höfðun gegn ráðherr­um hefði Alþingi „ stúta rétta­rík­inu til að geta verndað sína eig­in póli­tísku og per­sónu­legu hags­muni.“

„Þegar það svo kom í ljós með skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is hafnaði foræt­is­ráðherr­ann og hirð henn­ar ábyrgð stjórn­mála­manna.  Þetta var því stefnuræða þeirr­ar póli­tísku yf­ir­stétt­ar sem gef­ur frek­ar lítið fyr­ir al­menn­ing í land­inu og sem síðastliðinn þriðju­dag hikaði ekki einu sinni við að stúta rétta­rík­inu til að geta verndað sína eig­in póli­tísku og per­sónu­legu hags­muni.  Rík­is­stjórn­in sem nú sit­ur, rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, hef­ur hafnað því að gera upp hrunið, það hrun sem valdið hef­ur meira sam­fé­lagstjóni en nokkuð annað frá lýðveld­is­stofn­un.  Hefði nú ein­hvern tím­ann ein­hver trúað því að það væru Vinstri-græn sem gætu verið helm­ing­ur­inn af slíkri rík­is­stjórn og að Vinstri-græn munu styðja það áfram með ráðum og dáð að hrunið verði ekki gert upp.  Svo bregðast víst krosstré sem önn­ur þegar völd­in eru ann­ars veg­ar,“ sagði Þór.

Þór gagn­rýndi harðleg þær ákær­ur hend­ur níu­menn­ing­anna svo­kölluðu sem sakaðir eru um að hafa ráðist inn í þing­húsið. Hann sagði að for­seti Alþing­is hefði ákveðið að krefjast sak­sókn­ar og „lífstíðarfang­els­is yfir níu ung­menn­um“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert