Telja tilraunina hafa tekist vel

Hjólareinin lögð í sumar.
Hjólareinin lögð í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­sam­tök hjól­reiðamanna telja að til­raun Reykja­vík­ur­borg­ar með hjól­arein upp Hverf­is­götu hafi verið vel heppnuð. lífgað upp á borg­ina, vakið umræður og að starfs­menn borg­ar­inn­ar ættu að geta lært af henni.

Til­raun­in hófst á menn­ing­arnótt og var hætt í lok sept­em­ber. 

Lands­sam­tök­in komu að fram­kvæmd­inni með því að skoða hvort hönn­un hjól­arein­ar­inn­ar og hjóla­vís­ana væri ör­ugg fyr­ir hjólandi um­ferð.

„Þótt hönn­un hafi verið vel und­ir­bú­in og eins vönduð og hægt var miðað við þá ann­marka sem til­raun­in setti henni var kynn­ing til hags­munaaðila greini­lega ekki nógu góð og kom of seint. Þá var gerð mis­tök þegar rein­in og hjóla­vís­arn­ir voru kynnt­ir sem hjóla­stíg­ur. Það hef­ur hugs­an­lega valdið því að fólk mis­skildi að það ætti að hjóla í báðar akst­urs­stefn­ur á hjól­arein­inni og var þá kvartað yfir því að „stíg­ur­inn“ væri skugga­meg­in í göt­unni,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­sam­tök­um hjól­reiðamanna.

„Það var margt já­kvætt við þetta verk­efni en einnig margt sem vakið hef­ur furðu meðal hjól­reiðamanna. Þar ber hæst frétta­flutn­ing­ur fjöl­miðla sem var mest ein­hliða og litaðist af þekk­ing­ar­skorti. Það var oft­ast látið nægja að elta óánægjuradd­ir og sjald­an var leitað eft­ir sjón­ar­miðum þeirra sem voru hlynnt­ir breyt­ing­unni eða hjóluðu eft­ir Hverf­is­göt­unni. Fjöl­miðlar þurfa að reyna að kynna sjón­ar­mið allra aðila þegar frétt­ir eru flutt­ar. Þá þurfa fjöl­miðlar að leita til kunn­áttuaðila þegar fjallað er um hjól­reiðar, eins og til dæm­is Lands­sam­taka hjól­reiðamanna.

Al­mennt séð virðist hjól­reiðafólki og bíl­stjór­um hafa líkað til­raun­in vel. Okk­ar til­finn­ing hjá LHM er að mun fleiri hafi hjólað eft­ir Hverf­is­götu eft­ir að til­raun­in hófst held­ur en áður. “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert