„Þurfum neyðarstjórn“

00:00
00:00

„Við þurf­um neyðar­stjórn, ekk­ert annað,“ sagði Arn­dís Ein­ars­dótt­ir, stofn­andi Face­book-síðunn­ar þar sem hvatt var til mót­mæl­anna í kvöld. Arn­dís seg­ir stjórn­völd lifa í fíla­beinst­urni og að mót­mæl­un­um muni ekki linna fyrr en ný stjórn hef­ur verið mynduð. Fjöldi fólks lifi við hung­ur­mörk.

Arn­dís kveðst hafa verið klökk í allt kvöld enda hafi hún og vin­kon­ur henn­ar fjór­ar sem stofnuðu síðuna myndu hafa gert sér að góðu ef 50 manns mættu á Aust­ur­völl.

Vin­kona henn­ar Val­dís Stein­ars­dótt­ir er einnig harðorð en hún kveðst hafa setið heima í búsáhalda­bylt­ing­unni. Nú sé henni hins veg­ar nóg boðið.

Þannig seg­ir Val­dís að fjöldi Íslend­inga hafi ekki í sig og á og að marg­ar mæður eigi ekki fyr­ir nesti fyr­ir börn­in sín í skól­ann.

Ísland sé að verða þjóðfé­lag ójafnaðar þar sem bilið á milli þeirra sem eiga fjár­magn og hinna sem ekk­ert eiga breikki stöðugt. Við þetta verði ekki unað.

Fyllt­ist von­leysi eft­ir þing­setn­ing­una

Face­book-hóp­ur­inn mun að lík­ind­um rata í sögu­bæk­urn­ar en hann var að sögn Arn­dís­ar stofnaður klukk­an 22.00 á föstu­dags­kvöldið. Hún og vin­kon­ur henn­ar hafi ákveðið að hvetja til mót­mæla í kjöl­far svefn­po­ka­upp­reisn­ar­inn­ar á aðfaranótt föstu­dags og mót­mæla Indriða Helga­son­ar við þing­setn­ing­una á föstu­dag.

„Þegar ég kom heim úr þeim mót­mæl­um fyllt­ist ég von­leysi um fram­haldið. Það var til­efni þess að ég myndaði hóp með fjór­um öðrum kon­um á Face­book. Við ákveðum að finna okk­ur nokkr­ar ol­íu­tunn­ur, hafa smá læti hérna [á Aust­ur­velli] og at­huga hvort við gæt­um fengið fólk í lið með okk­ur.“

Stein­grím­ur í eng­um tengsl­um við fólkið í land­inu

- Hvað viltu segja við al­menn­ing?

„Ég held að hann viti vel um hvað málið snýst. Það eru þing­menn, stjórn­in sem þarf að hlusta. Ég heyrði að Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra] hefði sagt að hann skildi reiði fólks og að það væri erfiður vet­ur fram und­an en að það myndi vora upp um síðir. Þetta er svo mik­ill ein­angr­un frá veru­leik­an­um. Það er fólk að fara að lifa út á götu. Fólk svelt­ur og fólk er á göt­unni og við eig­um bara að brosa og bíða eft­ir að það komi vor. Hann lif­ir ekki í sama veru­leika og ég,“ sagði Arn­dís.

Búsáhöld voru áberandi á Austurvelli í kvöld.
Búsáhöld voru áber­andi á Aust­ur­velli í kvöld. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert