Tilveran verður aldrei aftur eins og hún var

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

„Efnahagsleg tilvera okkar verður aldrei eins og hún var,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi.

Valgerður sagði að þjóðin væri í sárum. Það tæki tíma að vinna úr málum eftir hrun efnahagslífsins. Menn yrðu að horfast í auga við að efnahagsleg tilvera okkar yrði aldrei aftur eins og hún var fyrir hrun. Við værum samt rík þjóð.

Valgerður fagnaði því að fimm ráðherrum hefði verið að falið að fjalla um skuldamál heimilanna. Þessi starfshópur yrði að spyrja einfaldra spurninga, m.a. um hvers vegna aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum hefðu ekki skilað tilætluðum árangri. Valgerður gagnrýndi eins og fleiri ræðumenn hvernig bankarnir hefðu staðið að málum við skuldaaðlögun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert