Nýi vegurinn um Lyngdalsheiði hefur verið opnaður fyrir umferð þótt starfsmenn verktakans séu enn að ganga frá. Ekki hefur tekist að leggja seinni klæðingu á hluta vegarins vegna rigninga.
Unnið hefur verið að lagningu nýja vegarins um Lyngdalsheiði frá því á árinu 2008. Nokkrar tafir urðu á vinnunni á síðasta ári þegar þáverandi verktaki missti tæki sín vegna fjárhagserfiðleika. Þá var samið við Vélaleigu A. Þ. ehf. um að ljúka verkinu.
Nýlega voru lokunarmerki tekin af veginum og hann þannig opnaður fyrir almenna umferð. Til stendur að opna hann formlega á næstunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.