„Við tökum þetta mjög alvarlega“

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. www.mats.is

Ráðherra sveitarstjórnar- og dómsmála segir því fara fjarri að Suðurnes séu gleymd í augum stjórnvalda. „Við lítum atvinnuástandið þar mjög alvarlegum augum, og að sama skapi þann vanda sem heimilin og fyrirtækin standa frammi fyrir sem tengjast hruninu og miklum skuldabyrðum.“

Vandi Suðurnesja, og þá helst Reykjanesbæjar, hefur verið í brennidepli að undanförnum. Síðustu daga fyrir þær sakir að nauðungaruppboð á tæplega hundrað eignum fara fram á næstu dögum. Bætast þá fleiri húseigendur í hóp þeirra sem misst hafa húsnæði sitt. „Ráðuneytið tekur þetta mjög alvarlega. Þetta er sá hópur sem við þurfum að vinna með á næstu vikum og mánuðum,“ segir Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra.

Þrjú ráðuneyti, félagsmála-, dómsmála- og viðskiptaráðuneyti, eru að skoða sérstaklega nauðungaruppboð á landinu, en þau hafa aldrei verið fleiri en í ár og eru þó þrír mánuðir eftir af árinu. Ögmundur Jónasson, ráðherra sveitarstjórnarmála, segir viðfangsefnið að greiða úr öllum þeim flækjum sem skapast hafa. „Þetta er á vinnsluborði stjórnvalda og við höfum verið að samræma vinnubrögðin.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka