Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búast má við snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil á landinu með kvöldinu.
Veðurspáin er svohljóðandi:
Hægt vaxandi norðaustanátt og lítilsháttar væta,
en þurrt suðvestan- og vestanlands. Víða 13-18 metrar á sekúndu og rigning í nótt og á morgun,
einkum norðan- og austantil. Lægir talsvert á austanverðu landinu
síðdegis á morgun. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.