Vill upplýsingar um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um skuldameðferð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hjá innlendum lánastofnunum, þ.á.m. í Byggðastofnun.

Segist Ólína hafa tvisvar áður lagt fram svipaða fyrirspurn í þinginu án þess að fá viðhlítandi svör og geri það nú vegna frétta af milljarða afskriftum á skuldum smábátaútgerðar sem sé í eigu Skinneyjar-Þinganess.

Ólína spyr m.a. hve mikið hafi verið afskrifað af skuldum útgerðarinnar hjá bönkunum og hjá Byggðastofnun og  hvort efnahags- og viðskiptaráðherra sjái ástæðu til þess að fram fari opinber rannsókn á viðskiptaaðferðum og skuldafyrirgreiðslu sjávarútvegsfyrirtækja hjá íslenskum lánastofnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert