Björgvin í fjárlaganefnd

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.

Björg­vin G. Sig­urðsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tek­ur sæti í fjár­laga­nefnd í stað Guðbjarts Hann­es­son­ar, sem nú hef­ur tekið við embætti fé­lags- og heil­brigðismálaráðherra en Guðbjart­ur var formaður fjár­laga­nefnd­ar.

Til­kynnt var í dag um marg­vís­leg­ar manna­breyt­ing­ar af hálfu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í nefnd­um og ráðum á veg­um Alþing­is.  Björg­vin mun einnig taka sæti í ut­an­rík­is­mála­nefnd í stað Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, sem tek­ur sæti Guðbjarts í fé­lags­mála­nefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert