Boða til mótmæla í dag

00:00
00:00

Mót­mæli halda áfram við alþing­is­húsið í dag. Hóp­ur­inn sem boðaði mót­mæl­in á Face­book í gær vek­ur at­hygli á því að þing­fund­ur hefst klukk­an 14 í dag og standi fram eft­ir kvöldi. Liðlega hundrað segj­ast ætla að mæta.

„Efnið er fjár­laga­frum­varpið en sam­kvæmt því er boðaður gíf­ur­leg­ur niður­skurður í heil­brigðis- og mennta­mál­um. Eng­ar kjara­bæt­ur fyr­ir bótaþega og eng­ar úr­bæt­ur fyr­ir hús­næðislána­greiðend­ur. Þetta þýðir að við fáum ein­göngu meira af því sama þrátt fyr­ir það að mörg okk­ar erum þegar kom­in í þrot.

Þess vegna höld­um við áfram að mót­mæla á morg­un [í dag] en ekki síður vegna þess að nú veit þjóðin að hún get­ur ekki treyst nú­ver­andi þing­mönn­um sem er það fyr­ir­munað að koma fram af heiðarleika og rétt­læti. Lausn­in er því ekki þjóðstjórn eða nýj­ar alþing­is­kosn­ing­ar.

At­kvæðagreiðslan um lands­dóm síðastliðinn þriðju­dag­inn færði þjóðinni heim sann­inn um það að stór hluti þing­heims tel­ur sig yfir alla ábyrgð haf­inn. Þess vegna stönd­um við frammi fyr­ir því að alþing­is­kosn­ing­ar myndu ekki skila okk­ur neinu nema sömu mafíunni aft­ur. Mafíunni sem setja bankaelít­una og pen­inga­menn­ina alltaf í fyrsta sæti.

Lýðræðis­leg lausn gæti verið þjóðkjör um þingrof því nú­ver­andi þing er því miður handónýtt. Jó­hanna ætti svo að óska eft­ir hug­mynd­um al­menn­ings í land­inu að sam­setn­ingu nýs þings frek­ar en reyna að hræra upp í göml­um graut,“ seg­ir í til­kynn­ingu um viðburðinn á tunnu­takssíðunni.

Mikill fjöldi mótmælti á Austurvelli í gærkvöldi, flestir friðsamlega en …
Mik­ill fjöldi mót­mælti á Aust­ur­velli í gær­kvöldi, flest­ir friðsam­lega en til­tölu­lega lít­ill hóp­ur lét ófriðlega. Kveikt var í vöru­brett­um og fleiru svo úr varð mikið bál. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert