Mótmæli halda áfram við alþingishúsið í dag. Hópurinn sem boðaði mótmælin á Facebook í gær vekur athygli á því að þingfundur hefst klukkan 14 í dag og standi fram eftir kvöldi. Liðlega hundrað segjast ætla að mæta.
„Efnið er fjárlagafrumvarpið en samkvæmt því er boðaður gífurlegur
niðurskurður í heilbrigðis- og menntamálum. Engar kjarabætur fyrir
bótaþega og engar úrbætur fyrir húsnæðislánagreiðendur. Þetta þýðir að
við fáum eingöngu meira af því sama þrátt fyrir það að mörg okkar erum
þegar komin í þrot.
Þess vegna höldum við áfram að mótmæla á morgun [í dag] en ekki síður vegna
þess að nú veit þjóðin að hún getur ekki treyst núverandi þingmönnum
sem er það fyrirmunað að koma fram af heiðarleika og réttlæti. Lausnin
er því ekki þjóðstjórn eða nýjar alþingiskosningar.
Atkvæðagreiðslan
um landsdóm síðastliðinn þriðjudaginn færði þjóðinni heim sanninn um
það að stór hluti þingheims telur sig yfir alla ábyrgð hafinn. Þess
vegna stöndum við frammi fyrir því að alþingiskosningar myndu ekki skila
okkur neinu nema sömu mafíunni aftur. Mafíunni sem setja bankaelítuna
og peningamennina alltaf í fyrsta sæti.
Lýðræðisleg lausn gæti
verið þjóðkjör um þingrof því núverandi þing er því miður handónýtt.
Jóhanna ætti svo að óska eftir hugmyndum almennings í landinu að
samsetningu nýs þings frekar en reyna að hræra upp í gömlum graut,“ segir í tilkynningu um viðburðinn á tunnutakssíðunni.