Fréttaskýring: Breytt ásýnd heilbrigðisþjónustu

mbl.is/Helgi Bjarnason

Mikil óánægja er meðal forsvarsmanna heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni vegna hins mikla niðurskurðar sem boðaður er í fjárlögum. Skera á útgjöld heilbrigðisráðuneytisins niður um 5%, en það hlutfall er í takt við það viðmið sem gefið hafði verið út um niðurskurð. Framlög til heilbrigðisstofnana dragast hins vegar saman um 19,6% sé miðað við fjárlög ársins í ár. Niðurskurðurinn er þannig úr takti við fyrirheit, og sú undirbúningsvinna sem víða hefur farið fram að mörgu leyti unnin fyrir gýg. Ekkert samráð var haft við forsvarsmenn stofnananna, en þeim hins vegar kynnt fjárlögin degi áður en þau voru gerð opinber. Viðmælendur blaðsins voru á einu máli um það, miðað við reynslu síðustu ára, að ekki væri mikil von til þess að frumvarpið breyttist í meðförum þingsins, þrátt fyrir mikla óánægju.

Kostnaður mikið til bundinn

Aukin áhersla á sjúkraflug

Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði, segir fyrirhugaðar breytingar og aukna áherslu á sjúkraflug líklegar til að auka óöryggi sjúklinga og íbúa svæðisins sem stofnunin þjónar. „Við erum þannig í sveit sett að við getum ekki treyst sjúkraflugi hvenær sem er,“ segir hann.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er gert að skera niður um ríflega 18%. „Okkur er gert að skera sjúkrasviðið niður um helming, sem þýðir að við verðum ekki sjálfbjarga um hlutina eins og við höfum verið,“ segir Þröstur. Niðurskurðurinn gæti þýtt að stöðugildum fækkaði um 40. Fjöldi starfsmanna er hins vegar meiri, þar sem ekki eru allir í fullri vinnu.

Ekkert samráð á neinu stigi

Jón segir ekkert samráð hafa verið haft við sig eða sína starfsmenn á neinu stigi málsins, og hann hafi ekki séð þær tölur sem liggi að baki ákvörðuninni. „Það á að reka svokallað heilsugæslusjúkrahús hér á Húsavík, en við höfum ekki fengið neina skilgreiningu á því hvað í því felst. Við höldum í raun að við séum að reka það í dag,“ segir hann. Stór hluti starfseminnar leggst niður í kjölfar niðurskurðarins. Jón segir að sé tekið tillit til þeirra sértekna sem tapast við það að starfsemin dregst saman sé niðurskurður framlaga til sjúkrahússhlutans um 90%. „Það þýðir auðvitað á mannamáli að hann er lagður niður,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert