Ekkert boð komið

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, hef­ur ekki haft sam­band við þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar né held­ur formann Sjálf­stæðis­flokks­ins um að ræða stöðuna í þjóðfé­lag­inu í ljósi fjölda­mót­mæl­anna í gær­kvöldi líkt og for­sæt­is­ráðherra boðaði í gær­kvöldi.

Ekki hef­ur náðst í formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist vera þeirr­ar skoðunar að rík­is­stjórn­in verði að gera sér grein fyr­ir því að hún geti ekki haldið áfram. „Ég tel að það sé fyrsta skrefið," seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, á ekki von á öðru en áfram verði mót­mælt í dag.

Þór seg­ir að Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, þurfi vænt­an­lega að ræða mál­in sín á milli áður en þau ræða við for­menn annarra flokka. 

„Við höf­um boðið þeim upp á sam­starf al­veg frá fyrsta degi fyr­ir einu og hálfu ári síðan en það hef­ur ekki verið neinn áhugi fyr­ir því. Þau eru mjög ráðrík og það verður mjög erfitt fyr­ir þau að gefa eft­ir af sinni stefnu sem þau hafa fylgt af miklu harðfylgi."

Að sögn Þórs kem­ur von­andi eitt­hvað út úr viðræðum flokk­anna enda verði eitt­hvað að ger­ast. Hann seg­ist hafa farið út á Aust­ur­völl eft­ir að þing­fundi lauk í gær­kvöldi og rætt við ansi marga mót­mæl­end­ur. 

„Þau sögðust ætla að mæta aft­ur klukk­an 14 í dag og halda áfram þar til rík­is­stjórn­in er far­in og boðað verður til kosn­inga. Það var tónn­inn sem ég heyrði og ég er ein­fald­lega sam­mála því. Því þetta fólk sem er inni á þingi hef­ur brugðist. Mér finnst eft­ir að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar kom út og niðurstaða at­kvæðagreiðslu um ráðherra­ábyrgðina og skýrslu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar sé ástæða til að al­menn­ing­ur fái að segja álit sitt á svo­leiðis stjórn­ar­fari," seg­ir Þór.

Unnið hef­ur verið hreins­un á Alþing­is­hús­inu og Aust­ur­velli í morg­un.Talið er að um sjö þúsund manns hafi tekið þátt í mót­mæl­um í gær­kvöldi og var eggj­um, máln­ingu, golf­kúl­um, gler­flösk­um og fleiru kastað að alþing­is­hús­inu.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert