Ekki við hæfi barna

Frá mótmælunum við þinghúsið í gærkvöldi.
Frá mótmælunum við þinghúsið í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Umboðsmaður barna telur almennt ekki rétt að börn séu með í mótmælum eins og þau sem fram fóru í gær. „Þó að það sé brýnt að þjálfa börn í lýðræðislegri þátttöku voru aðstæður þetta kvöld ekki við hæfi barna,“ skrifar Margrét María Sigurðardóttir í pistli á vef umboðsmanns barna. 

Hún bendir á að ávallt þurfi að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og gæta þess að velferð þeirra sé tryggð. Börn séu viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þurfi á sérstakri vernd að halda. 

„Foreldrar bera meginábyrgð á velferð barna sinna og hafa ákveðið svigrúm til þess að ráða högum þeirra. Foreldrum ber þó ávallt að tryggja að hagsmunum barna sé ekki stefnt í voða og vernda þau fyrir hættulegum aðstæðum,“ skrifar hún.

Bent er á að réttur barna til verndar eigi að ganga framar rétti foreldra þeirra til að taka þátt í mótmælum. Auk þess að aldrei megi nota börn til þess að koma skoðunum annarra á framfæri. Þau eigi rétt á sínum eigin skoðunum og að tjá þær frjálslega.

Pistillinn í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert