Hótar að loka leiðum til flugstöðvar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tómas J. Knútsson, kafari í Sandgerði, stingur upp á því að öllum leiðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði lokað, ef ekkert kemur út úr borgarafundi sem boðað hefur verið til um atvinnumál á Suðurnesjum.

Hann rifjar það upp í aðsendri grein á vef Víkurfrétta að áður fyrr hafi verið talað niður til Suðurnesjamanna þegar þeir vildu ná eyrum stjórnvalda með sín mál og sagt: Þið hafið völlinn, og síðan skellt á.

Nýstofnuð Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi boða til opins borgarafundar um atvinnumál í Stapanum næstkomandi fimmtudag. Þangað eru meðal annars ráðherrar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn boðaðir, til að hlusta.

„Ef ekkert kemur út úr þeim fundi af neinu viti langar mig til þess að skora á alla sem vettlingi getað valdið að loka með mér öllum leiðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og mæta með kröfuspjöld með sér þar sem á stendur: Við höfum Völlinn,“ skrifar Tómas, nýkominn af mótmælafundi við alþingishúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka