Hreinsað til við Alþingi

Unnið að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun
Unnið að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar voru í alla nótt að hreinsa til á Aust­ur­velli, eft­ir mót­mæl­in í gær­kvöldi, og verktaki var í morg­un að hreinsa alþing­is­húsið. Sex bekk­ir voru rifn­ir upp og notaðir sem elds­mat­ur á bálið á Aust­ur­velli.

Starfs­menn hverfa­stöðvar­inn­ar við Njarðargötu byrjuðu sitt verk upp úr miðnætti. Þorgrím­ur Hall­gríms­son rekstr­ar­stjóri seg­ir að mikið drasl hafi verið skilið eft­ir, ekki síst mat­ar­um­búðir. Eggja­bakk­arn­ir voru áber­andi enda var mörg­um eggj­um grýtt á alþing­is­húsið.

Þá seg­ir hann að fólk hafi greini­lega komið með nesti því mikið hafi verið af pizza­köss­um og drykkjarí­lát­um.

Nokkr­ir starfs­menn borg­ar­inn­ar voru við hreins­un­ina. Þeir voru með stór­an vöru­bíl til að fjar­lægja tunn­urn­ar og leif­arn­ar af bál­inu á Aust­ur­velli. Þá voru notaðir tveir stór­ir gang­stétt­ar­sóp­ar, vatns­bíll og ryk­suga. 

„Nei, ekki al­veg,“ seg­ir Þorgrím­ur þegar hann er spurður að því hvort Aust­ur­völl­ur sé kom­inn í samt lag. Seg­ir hann að rifn­ir hafi verið upp bekk­ir, lík­lega sex tals­ins, og þeir eyðilagðir á bál­kest­in­um og síðan sé grasið skemmt und­an bál­inu. Þá sjá­ist á ljósastaur­um.

Starfs­menn hreins­un­ar­fyr­ir­tæk­is voru að þrífa alþing­is­húsið í morg­un.

Þrjátíu rúður voru brotnar í Alþingishúsinu í gærkvöldi
Þrjá­tíu rúður voru brotn­ar í Alþing­is­hús­inu í gær­kvöldi mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
Unnið er að hreinsun á Alþingishúsinu í morgun
Unnið er að hreins­un á Alþing­is­hús­inu í morg­un mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
Hreinsað til í morgunsárið
Hreinsað til í morg­uns­árið mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
Frá Alþingi í morgun
Frá Alþingi í morg­un mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka