Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands mótmæli fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til fæðingarorlofssjóðs og segir hann vera ömurlega sængurgjöf til foreldra. Nú þegar njóti Íslendingar stysta fæðingarorlofs allra Norðurlandabúa. Frekari stytting skemmi áratugalanga þróun í átt til jafnréttis.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Stórn Ljósmæðrafélags Íslands mótmælir þeim ömurlegu sængurgjöfum sem ríkið býður foreldrum með skertum framlögum til fæðingarorlofssjóðs og afþakkar þær fyrir þeirra hönd. Samkvæmt nýjum fjárlögum verða framlög til fæðingarorlofssjóðs skert um einn milljarð króna á næsta ári. Það mun hafa í för með sér styttingu fæðingarorlofs eða lækkun greiðslna, nema hvortveggja sé. Þegar hafa Íslendingar stysta fæðingarorlof allra Norðurlandabúa og stytting þess enn frekar, sóar ekki einungis áratuga langri jafnréttisþróun, heldur gengur einnig í berhögg við tilmæli íslenskra og alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda um aðbúnað ungbarna.“