Mikilvægt að ná samstöðu

Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða …
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason ræða við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/Jón Pétur

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur ólík­legt að mynd­un þjóðstjórn­ar muni leysa þann vanda sem al­menn­ing­ur stend­ur frammi fyr­ir. Það sé hins veg­ar mik­il­vægt að stjórn­völd nái sam­stöðu með stjórn­ar­and­stöðunni og hags­munaðilum til að leysa skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja.

„Við stönd­um frammi fyr­ir því núna að þetta er einn erfiðasti vet­ur sem við erum að ganga í gegn­um, ein­fald­lega vegna þess að fjár­lög­in eru líka mjög erfið. Við höf­um verið að skera niður sl. tveim­ur árum og nú erum við kom­in ansi langt í niður­skurðinum. Hann verður sárs­auka­fyllri en ella,“ sagði Jó­hanna að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

„En ég er sann­færð um það ef við náum sam­stöðu með stjórn­ar­and­stöðunni, náum góðum sam­ráði með hags­muna­sam­tök­un­um og aðilum vinnu­markaðar­ins þá ætt­um við að geta unnið okk­ur út úr þessu. Ég held að fólkið á Aust­ur­velli hafi verið að kalla eft­ir slíkri sam­stöðu; það var ekki bara að verið að mót­mæla rík­is­stjórn held­ur þing­inu líka fyr­ir vinnu­brögð þar,“ sagði Jó­hanna.

Jó­hanna seg­ir að þetta verði að ger­ast hratt. Það sé mik­il reiði í sam­fé­lag­inu og mik­il óánægja líkt og hafi komið skýrt fram á Aust­ur­velli í gær. Því sé brýnt að rík­is­stjórn­in og stjórn­ar­andstaðan setj­ist sam­an til að fara yfir stöðu mála.

„Við verðum að taka þessi skila­boð til okk­ar. Ekki bara við rík­is­stjórn­ar­borðið held­ur stjórn­mála­menn í heild sinni.“

Að lokn­um blaðamanna­fundi í Stjórn­ar­ráðinu hófst fund­ur fimm ráðherra, for­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra, viðskiptaráðherra, dóms­málaráðherra og heil­brigðisráðherra, þar sem rætt var um skulda­vand­ann. 

Jó­hanna seg­ir að stjórn­ar­andstaðan og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna verði einnig feng­in að borðinu, auk aðila vinnu­markaðar­ins og bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert