Ófriðarbál á Austurvelli

Mikill fjöldi mótmælti á Austurvelli í gærkvöldi, flestir friðsamlega en …
Mikill fjöldi mótmælti á Austurvelli í gærkvöldi, flestir friðsamlega en tiltölulega lítill hópur lét ófriðlega. Kveikt var í vörubrettum og fleiru svo úr varð mikið bál. mbl.is/Júlíus

Grjót buldi á bíl­um þing­manna og ráðherra þegar þeim var ekið upp úr bíla­kjall­ara Alþing­is seint í gær­kvöldi og dæmi voru um að veist væri að alþing­is­mönn­um þegar þeir yf­ir­gáfu þing­húsið. Há­vær­um og fjöl­menn­um mót­mæl­um á Aust­ur­velli var þá um það bil að ljúka.

Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn sagði að lög­regla hefði ekki getað komið í veg fyr­ir grjót­kastið. Mót­mæl­end­ur hefðu kastað því af tölu­verðu færi, hefðu ein­fald­lega látið vaða ofan í kjall­ar­ann og hitt ein­hverja bíla. Áður hafði skotelda­tertu verið kastað ofan í kjall­ar­ann.

Gler brotnaði í um 30 rúðum þing­húss­ins og mik­ill sóðaskap­ur hlaust af eggjakasti og fleiru.

Jafn­vel þótt lög­regla hefði séð til grjót­kast­ar­anna hefði hún átt erfitt um vik í þétt­um hópi mót­mæl­enda. Geir Jón tel­ur að um fimm þúsund manns hafi verið á Aust­ur­velli þegar mest var og eitt til tvö þúsund manns á göt­un­um í kring. Þetta séu fleiri en hafi tekið þátt í mót­mæla­fund­um sem haldn­ir voru í árs­byrj­un 2009, í hinni svo­kölluðu búsáhalda­bylt­ingu, að því er fram kem­ur í ít­ar­legri um­fjöll­un um mót­mæl­in í gær­kvöldi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert