Ólöglegar regnhlífar?

Sruli Rechts.
Sruli Rechts. ljósmynd/Marinó Thorlacius

Ísra­elski vöru- og fata­hönnuður­inn Sru­li Recht, sem hef­ur verið bú­sett­ur hér á landi frá 2005, hef­ur verið ákærður fyr­ir brot á vopna­lög­um með því að flytja inn fjög­ur hnúa­járn sem hann nýtti sem hand­föng á regn­hlíf­ar. Sru­li neit­ar sök og seg­ir að þó að hand­föngið líti út eins og hnúa­járn séu þau það í raun ekki.

Regn­hlíf­arn­ar hafa selst vel, einkum í New York. Sru­li seg­ir að hver regn­hlíf kosti 225 evr­ur, um 35.000 krón­ur, auk send­ing­ar­kostnaðar.

Í sam­tali við mbl.is sagði Sru­li að hann hefði fram­leitt regn­hlíf­arn­ar í 5-6 ár, án at­huga­semda. Eft­ir að krepp­an skall á hefði toll­ur­inn skyndi­lega byrjað að opna all­ar send­ing­ar sem hingað bár­ust, vænt­an­lega í von um að afla fjár­muna fyr­ir ríkið, og þá hefðu vand­ræðin byrjað. Í sum­ar hefði hann fengið til­kynn­ingu frá toll­in­um um að hann gæti ekki fengið hnúa­járn­in af­hent nema hann fram­vísaði vopna­leyfi. Hjá toll­in­um hefði hann fengið leiðbein­ing­ar um hvernig ætti að afla sér slíks leyf­is og það gerði Sru­li. Þegar hann gat fram­vísað leyf­inu hjá toll­in­um fékk hann hnúa­járn­in loks af­hend. En þar með voru vand­ræðin rétt að byrja.

 „Stuttu síðar kom lög­regl­an til mín og sagði að ég mætti ekki vera með hnúa­járn­in. Ég benti þeim á að ég væri með leyfi en lög­reglumaður sagði þá að leyfið væri aðeins fyr­ir einu hnúa­járni, ekki fjór­um,“ sagði Sru­li. Lög­regl­an hafði eng­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna toll­ur­inn hafði af­hent fjög­ur hnúa­járn, úr því að leyfið var aðeins fyr­ir einu slíku. Aðspurður sagðist hann helst ekki vilja ræða hversu mörg hnúa­járn hann hefði flutt inn áður en lög­regl­an komst í spilið.  

Ákæra gegn Sru­li var gef­in út í ág­úst og aðalmeðferð í mál­inu fór fram í dag. Sru­li neit­ar sök og bend­ir á að þótt um­rædd hnúa­járn líti út fyr­ir að vera hnúa­járn og þar með vopn, séu þetta alls ekki hnúa­járn. Hnúa­járn­in hans séu sér­fram­leidd. Þau séu úr áli og vegi aðeins um átt­unda hluta þess sem al­vöru hnúa­járn vega. Þar að auki séu þau sér­stak­lega fram­leidd til að festa á regn­hlíf­ar og þegar búið sé að því sé ómögu­legt að beita þeim eins og vopni. „Ham­ar væri áhrifa­rík­ara vopn,“ sagði hann. 

Þá myndi eng­inn með réttu ráði kaupa sér regn­hlíf á 225 evr­ur til að nota hnúa­járnið sem vopn og benti hann á að er­lend­is kosti hnúa­járn oft um 5 evr­ur. Regn­hlíf­arn­ar væru reynd­ar ekki til sölu hér­lend­is en lík­lega hefði hann selt um 50-100 stykki til út­landa.

 „Þegar ég sel regn­hlíf kem­ur pen­ing­ur til Íslands. Allt sem ég geri og sel afl­ar gjald­eyr­is,“ sagði hann. Regn­hlíf­arn­ar væru ekki leng­ur fram­leidd­ar hér held­ur í Kína og Sru­li benti á að nú fengju Íslend­ing­ar ekki leng­ur greitt fyr­ir að setja þær sam­an, pakka þeim og senda. Fimm manns starfa á vinnu­stofu hans þessa stund­ina, all­ir í fullri vinnu. Hann von­ast eft­ir sýknu. 

Regnhlíf með handfangi eins og hnúajárn. Eða er það hnúajárn?
Regn­hlíf með hand­fangi eins og hnúa­járn. Eða er það hnúa­járn?
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert