Ómakleg gagnrýni á bankana

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ómaklegt að reyna að færa alla ábyrgð á stöðu mála yfir á bankana. Hún segir mikla vinnu hafa verið unna innan bankastofnana frá hruninu.

„Ég get sem dæmi nefnt að innan Íslandsbanka hefur á annan tug þúsunda lánasamninga einstaklinga verið breytt með ýmsum úrræðum,“ segir Birna. Verið sé að senda endurútreikning bílalána til um 5.000 viðskiptavina.

Hún segir úrlausnarmálin flókin og erfið og kallar eftir frekara samstarfi við stjórnmálamenn í stað þess að þeir reyni að slá pólitískar keilur og beina athyglinni annað.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni, að  bankarnir hefðu dregið lappirnar þegar komi að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem eru að komast í þrot.

„Við þetta verður einfaldlega ekki unað og stjórnvöld hljóta að fara fram á skýringar og úrbætur," sagði Jóhanna og bætti við, að í skýrslu eftirlitsnefndar með skuldaaðlögun bankanna kæmi fram að aðeins 128 heimili hefðu fengið greiðsluaðlögun og 51 fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert