Ráðherrabílar illa útleiknir

Bifreið fjármálaráðherra fékk heldur betur að kenna á því.
Bifreið fjármálaráðherra fékk heldur betur að kenna á því. mbl.is/Jón Pétur

Miklar skemmdir voru unnar á flestum ef ekki öllum bílum ráðherra ríkisstjórnarinnar að loknum þingfundi í gærkvöldi. Skv. upplýsingum mbl.is er tjónið mismikið en ljóst er að á heildina litið nemur það að minnsta kosti á aðra milljón kr.

Hópur fólks beið við útkeyrslu Alþingis í gærkvöldi og kastaði grjóti og lét höggin dynja á bílunum ráðherranna er þeir óku á brott.

Bifreið fjármálaráðherra er einna verst út leikin og er talið að viðgerðarkostnaðurinn á henni muni verða yfir milljón kr.

Engan sakaði í látunum en ráðherrunum og bílstjórum þeirra var mjög brugðið.

Bifreið fjármálaráðherra.
Bifreið fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur
Bifreið fjármálaráðherra.
Bifreið fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur
Ráðherrabifreið Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra.
Ráðherrabifreið Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert