Svandís áfrýjar dómi

Skipulag Flóahrepps gerir ráð fyrir að Urriðafoss verði virkjaður.
Skipulag Flóahrepps gerir ráð fyrir að Urriðafoss verði virkjaður. mbl.is/Ragnar Axelsson

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, hef­ur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms um aðal­skipu­lag í Flóa­hreppi til Hæsta­rétt­ar. Hún seg­ir þær leiðbein­ing­ar sem komi fram í niður­stöðum héraðsdóms um hverj­ir geti tekið þátt í að greiða kostnað við aðal­skipu­lag séu of óljós­ar og þörf sé á skýr­ari lín­um. Hún mun krefjast þess að Hæstirétt­ur staðfesti rétt henn­ar til að neita að staðfesta skipu­lagið.

Svandís neitaði á sín­um tíma að staðfesta aðal­skipu­lag Flóa­hrepps á þeirri for­sendu að Lands­virkj­un hefði tekið þátt í að greiða kostnað við skipu­lagið, en skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir Urriðafoss­virkj­un. Sveit­ar­fé­lagið ákvað að höfða mál gegn ráðherra og niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur var að ráðherra hefði ekki haft heim­ild til að synja aðal­skipu­lagi Flóa­hrepps staðfest­ing­ar. Fram­kvæmdaaðilum, eins og Lands­virkj­un, væri ekki óheim­ilt að taka þátt í kostnaði við aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­laga.

Í sam­tali við mbl.is sagði Svandís að héraðsdóm­ur hefði byggt á að þar sem í lög­un­um væri ekki tekið fram hverj­ir mættu ekki greiða fyr­ir skipu­lags­vinnu, þyrfti að leggja mat á slíkt hverju sinni. „Það er mín skoðun að þessi veika leiðsögn héraðsdóms sé ekki nóg, hvorki fyr­ir sveit­ar­fé­lög né skipu­lags­yf­ir­völd,“ sagði hún. Lög­in væru aug­ljós­lega ekki nógu skýr og ef skýra þyrfti lög­gjöf­ina gæti verið gott að fá leiðsögn dóm­stóla. „Þannig að þetta snýst nú ekki um tap eða sig­ur í mín­um huga, held­ur að við búum að við búum þess­um mik­il­væga mála­flokki, skipu­lags­mál­um, nægi­lega skýr­an lag­aramma þannig að all­ir búi við réttarör­yggi, bæði sveit­ar­fé­lög og önn­ur stjórn­völd.“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavars­dótt­ir.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert