Þráinn í Þingvallanefnd

Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, mun taka sæti í Þingvallanefnd, en tilkynnt var á Alþingi í kvöld að samflokksmaður hans, Þuríður Backman, hefði sagt af sér.

Þessi breyting er hluti af breytingum sem þingflokkur VG er að gera á skipan fulltrúa í nefndir. Þar sem Þingvallanefnd er ekki þingnefnd þarf fulltrúi í henni sem vill hætta að segja af sér með formlegum hætti. Þingnefndir eru hins vegar endurskipaðar í upphafi hvers þings.

Samfylkingin ætlar líka að kjósa nýjan varaforseta því að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur sagt af sér sem þriðji varaforseti Alþingis. Kristján Möller verður nýr varaforseti. Sigríður Ingibjörg varð varaforseti þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir hætti á þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka