Þverpólitísk samstaða um aðgerðir

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ernir

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir aðgerðir varðandi skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu hafi verið unn­ar á þver­póli­tísk­um vett­vangi.

„Við höf­um náð víðtækri sam­stöðu, og sam­stöðu allra flokka í þing­inu, um öll skref sem hafa verið tek­in í því máli. Þannig að við höf­um leitað eft­ir þver­póli­tískri sam­stöðu þar og hún hef­ur náðst,“ sagði Árni Páll við blaðamenn að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi.

Í vor hafi fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd setið yfir þeim mál­um og náð ein­róma sam­stöðu um niður­stöðuna.

„Það skort­ir ekki á sam­ráð af okk­ar hálfu. Auðvitað þurf­um við að hafa viðvar­andi sam­ráð, viðvar­andi sam­tal. En við höf­um unnið þessi skulda­mál í þver­póli­tískri sam­stöðu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert