Uppboðsmál í forgang

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af þess­um upp­boðsmá­l­um og mun­um setja í for­gang að taka á þeim. Það eru ýmis úrræði sem geta þar komið til greina,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra.

„Staðan er nú samt ein­fald­lega sú að við höf­um frestað upp­boðunum í mjög lang­an tíma, og þann frest átti að nýta til þess að fólk gæti unnið úr sín­um mál­um. Staðan hjá sum­um er þannig að það verður ekki hægt að bjarga þeim og þá þarf að tryggja bet­ur ör­ygg­is­net fyr­ir það fólk, sem ekki get­ur búið í eig­in hús­næði. Og það vant­ar mjög mikið upp á það í okk­ar sam­fé­lagi,“ seg­ir hún.

„Það er al­veg ljóst að lok­un fé­lags­lega íbúðakerf­is­ins árið 2000 er að koma í bakið á okk­ur. Það er m.a. hluti af þeim vanda sem við búum við núna,“ sagði Jó­hanna enn­frem­ur.

Hún sagði mik­il­vægt að all­ir, sem séu með sín mál í vinnslu núna í kerf­inu, í bönk­un­um og hjá umboðsmanni, fái upp­boðum frestað þar til ljóst verður hvaða lausn­ir eru fyr­ir hendi. „1. nóv­em­ber er eng­inn loka­dag­ur í því efni að mínu viti ef á annað borð er hægt að leysa mál þessa fólks.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert