„Vegið að búsetuskilyrðum“

Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga eftir að …
Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga eftir að fjárlagafrumvarpið var birt. mbl.is/Hafþór

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn- stéttarfélag Þingeyinga, Þingiðn- félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar hafa sent frá sér ályktun  þar sem áform stjórnvalda um niðurskurð til reksturs Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga er harðlega mótmælt.

„Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fordæma glórulausar tillögur stjórnvalda um niðurskurð til reksturs Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  Þessar tillögur lýsa algeru þekkingarleysi ríkisvaldsins á staðháttum, starfsemi og starfssvæðinu sem nær yfir báðar Þingeyjarsýslurnar eða um 17% af landinu.  Með þessum aðgerðum er ríkisvaldið að lama svæðið og þrengja verulega að búsetuskilyrðum heimamanna, við slíkt verður aldrei, aldrei unað.“


Samfylkingin í Þingeyjarsýslu hefur sömuleiðis sent frá sér samhljóða ályktun um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka