Vilja ekki breyta um stefnu.

00:00
00:00

Full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar segja, að lít­ill ár­ang­ur hafi orðið á fundi þeirra með full­trú­um stjórn­ar­flokk­anna um leiðir til að bregðast við skulda­vanda heim­il­anna. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að um hefði verið að ræða upp­lýs­inga­fund til að kynna stöðuna. 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að rík­is­stjórn­in væri ekki til­bú­in til að breyta um stefnu held­ur vildi fá stjórn­ar­and­stöðuna að borðinu til að ræða sín­ar til­lög­ur.

Þegar Þór Sa­ari, formaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, var beðinn um að gefa fund­in­um ein­kunn fyr­ir ár­ang­ur á bil­inu 0 til 5 svaraði hann: 0,5.

Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að sér virt­ist sem rík­is­stjórn­in stæði jafn ráðþrota frammi fyr­ir þess­um vanda og áður. Ekk­ert hefði komið fram á fund­in­um sem breytti þeirri skoðun henn­ar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka