Dæmdur til ársdvalar í meðferð

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

 Karlmaður var dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn áfengislögum, almennum hegningarlögum og lögreglusamþykkt í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Frestun fullnustu refsingar er meðal annars bundin því skilyrði að hann gangist undir dvöl á hæli í allt að 1 ár í því skyni að venja hann af neyslu áfengis eða deyfilyfja.

Maðurinn var dæmdur fyrir fjölda brota en hann hefur ítrekað gerst brotlegur við lög vegna áfengisneyslu. Segir í dómi héraðsdóms að  maðurinn sé mjög langt leiddur af áfengissjúkdómi. Hann hafi misnotað áfengi í fjöldamörg ár og í miklu óhófi. Hann hafi hlotið mjög alvarlegan líkamlegan og andlegan skaða af drykkju sinni.   Upplýst var við meðferð máls þessa að hann er nú heimilislaus og ekkert lát er á áfengisneyslu hans og vergangi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert